Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu 142,3 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 34,5 fm bílskúr.
Birt stærð eignarinnar er 176,8fm.Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvær stofur, baðherbergi og geymslu á neðri hæð og þrjú svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð. Aðstaða fyrir þvottavél er á baðherbergi á eh.
Forstofa er flísalögð og þar er hengi og handklæðaofn.
Hol er parketlagt
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er innrétting, granít borðplötur, eldavél með innbyggðum háf og innbyggð uppþvottavél.
Stofa er parketlögð og hurð er út á afgirta verönd frá stofu. Heitur pottur er á verönd.
Á baðherbergi eru flísar bæði á gólfi og veggjum, þar er innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og flísalögð sturtuaðstaða stúkuð af með gleri.
Geymsla hefur málað gólf.
Svefnherbergin eru þrjú og eru þau öll parketlögð. Stór skápur er í hjónaherbergi. Öll herbergin eru uppi.
Á baðherbergi á efri hæð eru flísar á gólfi og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr : Ný eingangrun og klæðning og endurnýjað þakjárn. Nýjar lagnir út í skúr, neyslu-, hita-, skolp- og rafmangslagnir.
*Stigi er tepplagður með stálhandriði.
*Hiti er í öllu gólfum eignarinnar.
*Búið er að endurnýja neyslulagnir, raflagnir og rafmagnstöflu.
*Ný einangrun og klæðning er á húsnu.
*Búið er að endurnýja þakjárn.
*Búið er að endurnýja alla glugga og útidyrahurðir.
*Tvær innkeyrslur eru við húsið, ein malbikuð við bílskúr og önnur hellulögð við Hafnargötu.
*Lóðin er öll grasilögð og afgirt.
*Eignin stendur á mjög stórri lóð, 1.256fm.
*Góður staður með flottu útsýni. Örstutt frá íþróttahúsi, sundlaug og leiksvæði.
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Magnússon lfs
S: 420-4000 / 863-4495.
[email protected]