Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu um 200fm iðnaðarhúsnæði ásamt millilofti í rótgrónu iðnaðarhverfi við Iðavelli í Reykjanesbæ.
Birt stærð eignarinnar er 273,7fm.Um er að ræða 200fm gólfflöt ásamt skráðu 73,7fm millilofti sem nýtist sem geymsla. Milliloft hefur þó verið minnkað og er í dag um 50fm.
Eignin skiptist í stóran sal, salernisaðstöðu, geymslu, kaffistofu, skrifstofu og milliloft.
Góð aðkoma er að eigninni, malbikað plan er fyrir framan eignina og malarplan við hlið þess.
*Salur
hefur málað gólf og þar er stór innkeyrsluhurð.
*Salerni
hefur málað gólf, skolvask og salerni.
*Skrifstofa hefur parket á gólfi.
*Kaffistofa hefur parket á gólfi og hvíta innréttingu.
*Búið er að endurnýja neyslulagnir.(2023)
*Búið er að endurnýja þakjárn. (2025)
Nánari upplýsingar um eignina veitir :
Halldór Magnússon lfs
S: 420-4000 / 863-4495
[email protected]