Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt parhús á vinsælum stað við enda Gígjuvalla. Um er að ræða 160fm 4ra til 5 herbergja parhús en í dag eru tvö svefnherbergi inn eignar (búið að sameina tvö í eitt stórt) og svo er eitt innan bílskúrs sem nýtist vel sem unglingaherbergi/skrifstofa og eða bílskúr. Eignin sérlega vel við haldin með glæsilegri verönd til suð-vesturs. Sérsmíðaðar fastar innréttingar með stein á borðum. Forstofan hefur flísar á gólfi, þar rúmgóður fataskápur.
Sjónvarpshol skilur að svefnherbergisgang og alrými en ar eru flísar á gólfi ásamt föstum innréttingum.
Eldhús og stofa er í opnu rými með eldhúseyju. Þar er gengið út á fallega verönd. Flísar eru á gólfum í eldhúsi og stofu.
Baðherbergi hefur flísar á gólfum og veggjum. Þar er sturta og baðkar.
Herbergin inní húsi eru tvö og hafa þau bæði parket á gólfum og fataskápa. Gert er ráð fyrir því samkvæmt teikningum að herbergin séu þrjú.
Bílskúrinn er afar rúmgóður og snyrtilegur með flísum á gólfi ásamt geymslulofti, þar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergi er innaf bílskúr með flísum á gólfi með hurð út á baklóð.
Nánari upplýsingar úm eignina veitir:
Brynjar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
s: 8965464
Brynjar Guðlaugsson