Heiðarholt 12, Garður


TegundParhús Stærð205.60 m2 5Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu nýlegt 159fm parhús á einni hæð ásamt innbyggðum 46.6fm bílskúr. Samtals 205.6fm.

Forstofa er flísalögð og þar er góður skápur
Hol er parketlagt
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er vegleg hvít innrétting með góðum tækjum og eldunareyju
Stofa er parketlögð og gengið er frá stofu niður um tvö þrep í flísalagða sólstofu. Gengið er út á afgirta verönd frá sólstofu.
Gangur er parketlagður
Á baðherbergi eru flísar á gólfi, þar er góð innrétting, sturtuklefi og upphengt salerni
Hjónaherbergi er parketlagt og inn af því herbergi er bæði fataherbergi með hillum og ófrágengið baðherbergi. Hurð er út á verönd frá baðherberginu.
Barnaherbergin eru tvö og eru þau bæði mjög rúmgóð og parketlögð og skápar eru í þeim báðum.
Þvottahús hefur málað gólf og innréttingu og gengið er út í bílskúr í gegnum þvottahús
Bílskúr er að mestu fullbúinn, hann er einangraður og klæddur 

*Hiti er í öllum gólfum hússins
*Hátt er ttil lofts í nær öllum rýmum og falleg lýsing í loftum
*Eldhús og stofa liggja saman í stóru og opnu rými og tengjast sólstofu
*Lóðin er öll frágengin og snyrtileg, fallega hlaðinn grjótbakki afmarkar baklóðina og lóðin er öll grsilögð
*Innkeyrsla er ófrágengin og eftir er að klæða upp undir þakkant

Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Magnússon lfs
S: 420-4000 / 863-4495
dori@studlaberg.is

 

í vinnslu