Breiðhóll 8, Sandgerði


TegundParhús Stærð156.40 m2 Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir 156,4fm steypt parhús í byggingu við Breiðhól nr.  8 og 10 í Sandgerði, Suðurnesjabæ
Innbyggður bílskúr er um 40fm


Um er að ræða kubbahús sem eru einangruð beggja vegna 
Eignirnar skilast fullbúinar að utan með tyrfðri lóð en grófjafnaðri að öðru leiti og tilbúnar undir tréverk að innan. 
Veggir verða klæddir spónarplötum og loft verða gipsklædd.
Eigninar skilast spartlaðar og málaðar og raflagnir verða komnar í veggi og gengið verður frá rofum og tenglum.
Húsið verður klætt að utan með bárujárni og timburklæðningu að hluta 
Allir gluggar, hurðir og þakkantur verða hvít að lit sem og þakrennur og niðurfallsrör 
Gert er ráð fyrir þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi  og samliggjandi stofu og eldhúsi í stóru opnu rými
Neyslulagnir verða lagðar í gólf(rör í rör)
Búið verður að ganga frá hitalögnum í gólf og gólf verða tilbúin undir gólfefni
Innangengt verður í bílskúr í gegnum þvottahús
Ekki verður settur upp sturtuklefi á baðherberginu og í staðinn verður veggur á milli hjónaherbergis og baðherbergis beinn og herbergið verður stærra fyrir vikið.
Kaupendur greiða skipulagsgjald vegna eignarinnar þegar þess verður krafist. Skipulagsgjald er 0.3% af væntanlegu brunabótamati.

Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Magnússon lfs 
S: 420-4000 / 863-4495 
dori@studlaberg.is  

í vinnslu