Grófin 19, Reykjanesbær

Verð 47.000.000
TegundAtvinnuhúsnæði Stærð415.80 m2 Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu 415,8fm atvinnuhúsnæði á einni hæð á góðum stað í Grófinni*Um er að ræða 415,8fm atvinnuhúsnæði sem skiptist upp í tvo stóra sali, skrifstofuaðstöðu, salernisaðstöðu, lagerpláss og móttökurými.

*Sex stórar innkeyrsluhurðir eru í eignina og eru fimm þeirra nýjar.

*Gott malbikað plan er fyrir framan eignina, góð aðkoma.

*Í dag er í húsnæðinu rekstur eins stærsta bifreiðaverkstæðis á Suðurnesjum 

*Sex lyftur gætu fylgt með í kaupum, þrjár þeirra eru tveggja pósta og þrjár þeirra eru sex pósta

*Fyrirtækið er með marga fasta viðskiptavini og hefur skapað sér mjög góða viðskiptavild.  

*Eignin er á mjög góðum stað í rótgrónu iðnaðarhúsahverfi, aðeins 5 mínútna akstur að Flugstöð Leifs Eiríksonar

Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Stuðlabergs í síma 420-4000 og á skrifstofu að Hafnargötu 20.

 

í vinnslu